Sjallanum breytt í píluhöll fyrir eitt stærsta pílumót landsins

Sjallanum breytt í píluhöll fyrir eitt stærsta pílumót landsins

23. -24. febrúar næstkomandi verða tímamót hjá pílusamfélaginu á Akureyri en þá verður haldið eitt stærsta pílumót landsins í Sjallanum. 32 píluspjöld verða sett upp og 160 keppendur eru skráðir til leiks.

Það seldist upp á mótið á tæpum 40 mínútum og er eftirvæntingin gríðarleg. Stærstu pílustjörnur landsins verða fyrir norðan og er ljóst að hart verður barist.

Davíð Örn Oddsson formaður Píludeildar Þórs og Halldór Kristinn Harðarson eigandi Sjallans eru stórhuga og eru öllu til tjaldað. Davíð segir að gífurlegur uppgangur sé í pílunni á íslandi og núna sé tækifærið til að gera eitthvað stórt, píluæðið á íslandi sé í hámarki og annar hver maður sé með kominn með píluspjald í skúrinn hjá sér og fegurðin við íþróttina er sú að það geti bókstaflega allir spilað hana.

Píludeildinni langaði að fara alla leið með þetta og þá lá beinast við að breyta Sjallanum í Píluhöll yfir eina helgi.

Hvernig líst Dóra á að Sjallinn sé Pílustaður yfir eina helgi? „Mér finnst það frábært, þegar ég og Dabbi settumst niður og fórum af stað með þessa hugmynd, þá vorum við sammála um að ef við ætluðum að gera þetta þá yrði farið alla leið, á úrslitakvöldinu verða tveir risaskjáir í salnum sem sýna keppendur á stóra sviðinu, mótinu verður streymt út svo þeir sem ná ekki miða geti horft heima hjá sér, risa hljóð og ljósashow. Við vildum líka fara þá leið að gera þetta áhorfendavænt og aðeins meira partý en vanalega og þar hentaði Sjallinn fullkomlega. Svo endum við kvöldið á risa sveitaballi með Færibandinu fram á rauða nótt. Það hefur verið frábært að vinna með píludeildinni því allar hugmyndir sem ég kom með, það var bara allt samþykkt og keyrt alla leið.“

Hvernig fær maður miða á þennan spennandi viðburð? Þú verslar miða á hér á tix.is https://tix.is/is/event/16944/urslitakvold-akureyri-open-i-sjallanum-/ svo er nauðsynlegt að senda póst á dori@sjallinn.is og tekur frá borð fyrir þig og þína þvi takmarkað pláss er í sæti.

Til að kaupa miða á ballið ferðu einnig hér á tix.is https://tix.is/is/event/16947/sveitaball-i-sjallanum-me-f-ribandinu/

Mælt er með því að versla miða sem fyrst þar því síðustu ár hefur selst upp á þetta ball með færibandinu svo ekki bíða með að kaupa miða.

Mynd: Davíð Örn Oddsson, formaður Píludeildar Þórs.


UMMÆLI

Sambíó