NTC netdagar

Stærsta gjöf Hollvinasamtaka SAk væntanleg í sumar

Jói Bjarna er formaður Hollvinasamtaka SAk. Mynd: Skjáskot af vef N4

Hollvinasamtök SAk hafa reynst Sjúkrahúsinu á Akureyri afar vel og eru nú að leggja lokahönd á sína stærstu gjöf til sjúkrahússins til þessa.

Jóhannes Gunnar Bjarnason er formaður Hollvinasamtakanna og hann var í viðtali í föstudagsþætti N4 fyrir helgi þar sem hann ræddi við Karl Eskil Pálsson um næsta verkefni Hollvinasamtakanna sem er jafnframt það stærsta frá upphafi.

Um er að ræða svokallaða ferðafóstru sem er færanleg gjörgæsla. Tækjabúnaðurinn er sérstaklega ætlaður nýburum sem þurfa að fara í sjúkraflug en eitt sambærilegt tæki er í notkun á Íslandi í dag og er það staðsett á Landspítalanum í Reykjavík.

Jóhannes vonast til að hægt verði að afhenda tækið í júní og kveðst hann afar stoltur af þessu framtaki samtakanna. Kostnaðurinn er í kringum 30 milljónir.

Smelltu hér til að sjá viðtalið við Jóhannes í heild sinni.

Sjá einnig

Hollvinasamtök Sjúkrahússins á Akureyri gjafmild

Byko og Hollvinir SAk taka höndum saman

 

 

UMMÆLI

Sambíó