Strákarnir í Miðjunni byggðu snjóhús í óveðrinu – „Maður er aldrei of gamall til að fara út að leika sér“

Þeir Gísli, Gunnar og Stefán í Miðjunni létu slæmt veður ekki stoppa sig í því að skemmta sér. Félagarnir sem reka vinsælt samfélagsmiðlamerki ákvaðu að fara út og byggja snjóhús þegar þeim leiddist í óveðrinu. Að sjálfsögðu var allt tekið upp og sett á Snapchat þar sem þúsundir manna fylgjast með strákunum.

„Fyrst átti þetta bara að vera venjulegt snjóhús en við ákváðum síðan að breyta því í pizza stað og fengum gesti af snappinu til að kíkja í slæsu. Næsta dag veltum við því fyrir okkur hvort að það væri ekki hægt að nýta það í eitthvað annað, þá settum við upp flatskjá og playstation tölvu inn í húsinu og tókum einn FIFA leik, maður er víst aldrei of gamall til að fara út að leika sér,“ segir Gísli Máni einn af meðlimum í Miðjunni.

Myndböndin af því þegar snjóhúsið var byggt sem fóru á Snapchat má sjá hér að neðan. Hægt er að fylgjast með Miðjunni á Snapchat í gegnum aðganginn midjan_official.

Sjá einnig:

Miðjan slær í gegn á samfélagsmiðlum

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó