Þjónustunefnd AA-hússins leitar að nýju framtíðarhúsnæði

Þjónustunefnd AA-hússins leitar að nýju framtíðarhúsnæði

Þjónustunefnd AA-hússins að Strandgötu 21 leirar nú að nýju framtíðarhúsnæði. Þetta kemur fram í tilkynningu á Facebook-síðu Akureyrarbæjar þar sem segir að brýnt sé að ráðast í gagngerar endurbætur á húsinu.

AA-samtökin á Akureyri hafa haft aðstöðu sína í húsinu um langt árabil. Húsið, sem var byggt árið 1897, er í eigu Akureyrarbæjar og þarf að endurnýja þak þess, skipta um glugga, og koma í veg fyrir fúa og rakaskemmdir.

„Enginn þarf að velkjast í vafa um mikilvægi starfs AA-samtakanna fyrir samfélagið okkar og samtökin verða í húsinu þar til önnur lausn finnst á húsnæðismálum þeirra. Ástand hússins er hins vegar orðið afar slæmt og því leitar þjónustunefnd AA-hússins nú að nýju framtíðarhúsnæði til leigu með stuðningi Akureyrarbæjar. Veist þú um húsnæði sem gæti hentað? Sjá meðfylgjandi auglýsingu frá þjónustunefnd AA-hússins,“ segir í tilkynningu.

Sambíó

UMMÆLI