Viðburðarík vika hjá Menningarfélagi  Akureyrar

Viðburðarík vika hjá Menningarfélagi Akureyrar

Menningarfélag Akureyrar býður heldur betur upp á viðburðaríka viku þessa vikuna sem byrjar strax í dag með Tölvuleikja- og teiknimyndatónleikum blásaradeildar Tónleikstarskólans Á Akureyri í Hofi. Frítt er inn en tekið er á móti frjálsum framlögum en krakkarnir eru að safna fyrir tónleikafer til Gautaborgar.

Á miðvikudaginn verða Þorgerðar tónleikar en viðburðurinn fer fram í Hömrum í Hofi og aðgangur er ókeypis en tekið er við frjálsum framlögum í Þorgerðarsjóð.

And Björk, of course.. verður sýnd á fimmtudaginn, föstudaginn og laugardaginn í Samkomuhúsinu. Sýningin hefur fengið mikil viðbrögð en nánar um TW á mak.is. 

Á föstudagskvöldinu er komið að uppistandinu Púðursykur sem byggir á grunni uppistandshópsins Mið-Ísland. Tvær sýningar verða í Hofi, sú fyrri klukkan 19 og síðari klukkan 22. 

Útgáfutónleikarnir Úr tóngarðinum fara einnig fram í Hofi á föstudagskvöldinu en um samstarfsverkefni hjónanna Sigríðar Huldu Arnardóttur söngkonu og Brynjólfs Brynjólfssonar gítarleikara er að ræða.

Jonni í Hamborg 100 er viðburður sem fer fram í Hofi á laugardaginn. Öll velkomin og enginn aðgangseyrir.

Á laugardagskvöldinu er komið að sýningunni Til hamingju með að vera mannleg. Sýningin er byggð á ljóðabók Siggu Soffíu sem hún samdi þegar hún gekk í gegnum krabbameinsmeðferð í heimsfaraldri. Hvað gerir dansari sem getur ekki dansað? Verkið fjallar um mikilvægi vináttunar, um andlegan styrk og um samfélag kvenna sem standa hver með annarri. Í verkinu dansa og leika leikkonurnar/dansararnir Nína Dögg Filippusdóttir, Svandís Dóra Einarsdóttir, Lovísa Ósk Gunnardóttir, Ellen Margrét Bæhenz, Díana Rut Kristinsdóttir og Inga María Ólsen. 1000 krónur af hverju miða gengur til Krabbameinsfélags Akureyrar.

Leikfélag Menntaskólans á Akureyri sýnir  Gosa í Hofi á sunnudaginn. Fyrri sýningin er klukkan 13 og sú síðari kl. 17. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó