KIA

Vill setja upp heilsulind með mjólkurböðum í Eyjafirði

Vill setja upp heilsulind með mjólkurböðum í Eyjafirði

Akureyringurinn Sesselja Ingibjörg Barðdal Reynisdóttir sem rekur Kaffi Kú í Eyjafirði ásamt Einari Erni Aðalsteinssyni, eiginmanni sínum, vinnur nú að stóru verkefni sem á að að sameina landbúnaðinn, umhverfissjónarmið og heilsutengda ferðaþjónustu í Eyjafirði.

Í samtali við N4 segir Sesselja að verkefnið snúist um að setja upp heilsulind með mjólkurböðum og annarri heilsutengdri starfsemi. Hún hefur nú unnið í tvö ár að þróun verkefnisins.

Sjá einnig: Garður og Kaffi Kú fengu landbúnaðarverðlaunin 2020

Sesselja segir á n4.is að hún þekki ágætlega til í ferðaþjónustunni á Eyjafjarðarsvæðinu og að Akureyri sé á margan hátt aðeins viðkomustaður ferðamanna áður en haldið er á vinsæla ferðamannastaði á borð við Mývatn og Siglufjörð. Þessu sé hægt að breyta með því að bjóða upp á meira í Eyjafirði, til dæmis umrædda heilsulind.

Sjá einnig: Markaðssetja Eyjafjarðarsveit og Kaffi Kú á alþjóðavísu sem The Secret Circle

Ítarlegra viðtal við Sesselju birtist í N4 blaðinu sem kemur út á morgun. Í þættinum Sókn til framtíðar á Norðurlandi eystra á N4 verður fjallað um þetta verkefni. Þátturinn verður frumsýndur næstkomandi fimmtudagskvöld, klukkan 20:00.

UMMÆLI

Sambíó