Að óbreyttu stefnir í að Iðnaðarsafnið loki í mars

Að óbreyttu stefnir í að Iðnaðarsafnið loki í mars

Rætt var um málefni Iðnaðarsafnsins á Akureyri og næstu skref í innleiðingu á safnastefnu bæjarins á bæjarráðsfundi 16. febrúar síðastliðinn.

Í bókun frá fundinum segir að um langt skeið hafi verið ljóst að núverandi rekstrarform safnsins gangi ekki upp og að óbreyttu stefni í að safninu verði lokað þann 1. mars næstkomandi. Akureyrarbær mun fela forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna að greiningu á þeim kosti að Iðnaðarsafnið sameinist Minjasafninu á Akureyri.

„Akureyrarbær sem einn af stofnaðilum safnsins hefur áhuga á því að vernda einstaka iðnaðar- og atvinnusögu Akureyrar sem Iðnaðarsafnið hefur hingað til haldið utan um og miðlað. Í því skyni að styðja við varðveislu og sýnileika þessarar sögu til framtíðar felur Akureyrarbær forstöðumanni atvinnu- og menningarmála að vinna, í samvinnu við stjórn Minjasafnsins og stjórn Iðnaðarsafnsins, greiningu á þeim kosti að Iðnaðarsafnið sameinist Minjasafninu á Akureyri og leggja í því skyni fyrir bæjarráð ólíkar sviðsmyndir og kostnað við þær,“ segir í bókun bæjarráðs

Sambíó

UMMÆLI