fbpx

Ágúst Stefánsson nýr markaðs- og viðburðarstjóri KA

Ágúst Stefánsson

Ágúst Stefánsson hefur verið ráðinn í stöðu markaðs- og viðburðarstjóra hjá KA. Í yfirlýsingu KA segir að með ráðningu Ágústar sé aðalstjórn félagsins að efla allt utanumhald og styðja um leið við allar deildir KA.

Hann verður þá öllum deildum félagsins til taks varðandi viðburði/leiki á þeirra vegum og mun þá einnig sjá um heimasíðu félagsins, samfélagsmiðla, KA-TV og Podcast.

Ágúst hefur nú þegar hafið störf í nýju stöðunni enda mörg verkefni framundan hjá félaginu. KA segist vænta mikils af störfum Ágústar í framtíðinni.

 

UMMÆLI