Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri í sund og á skíðiMynd: Auðunn Níelsson.

Akureyrarbær býður grunn- og framhaldsskólanemum á Akureyri í sund og á skíði

Grunn- og framhaldsskólanemar á Akureyri munu fá frítt í sund og á skíði í vetrarfríi grunnskólanna í vikunni.

Fimmtudaginn 23. febrúar og föstudaginn 24. febrúar geta grunn- og framhaldsskólanemar farið í skíðalyfturnar og sundlaugar Akureyrar án endurgjalds.

Grunnskólanemendur gefa upp kennitölu og nafn skóla í afgreiðslu og framhaldsskólanemar í VMA og MA framvísa nemendaskírteinum.

Þau sem ætla frítt í fjallið þurfa að eiga rafrænt kort eða kaupa slíkt á 1.100 krónur í skíðalyfturnar. Kortin fást í afgreiðslu Hlíðarfjalls og á N1.

Sambíó

UMMÆLI