Prenthaus

Akureyringar erlendis – Grátlegt jafntefli Arons og félaga

17-gunnarsson265-3215017_231x264

Grátlegt jafntefli hjá Cardiff

Boltinn rúllaði víða um Evrópu á öðrum degi jóla og voru nokkrir Akureyringar í eldlínunni.

Fótbolti

Aron Einar Gunnarsson lék allar 90 mínúturnar þegar Cardiff gerði 2-2 jafntefli við Brentford í ensku B-deildinni eftir afar dramatískar lokamínútur. Kenneth Zohore kom Cardiff í 1-2 á síðustu mínútu venjulegs leiktíma en heimamönnum tókst að jafna metin í uppbótartíma. Svekkjandi úrslit fyrir Cardiff sem er nú fjórum stigum frá fallsvæðinu.

Sjá einnig: Tveir Akureyringar meðal 200 bestu knattspyrnumanna heims 

Handbolti

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer sóttu eitt besta handboltalið heims heim þegar þeir mættu lærisveinum Alfreðs Gíslasonar í Kiel. Kiel vann fjögurra marka sigur, 24-20. Arnór Þór var næstmarkahæstur í liði Bergischer en hann skoraði þrjú mörk úr sex skotum.

Oddur Gretarsson gerði tvö mörk úr sex skotum þegar lið hans, Emsdetten, gerði jafntefli við Eisenach í hörkuleik. Lokatölur 29-29.

Atli Ævar Ingólfsson skoraði þrjú mörk í þægilegum sigri Savehof á Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.

Sjá einnig

Oddur Gretarsson í nærmynd – Myndi aldrei spila með KA

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Arnór Þór Gunnarsson í nærmynd – Leit upp til Valda Gríms

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó