Listasafnið á Akureyri

Aldís Kara Bergsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson valin Íþróttafólk SA 2019Aldís Kara og Hafþór Andri við verðlaunaafhendinguna. Mynd: sasport.is

Aldís Kara Bergsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson valin Íþróttafólk SA 2019

Aldís Kara Bergsdóttir og Hafþór Andri Sigrúnarson voru valin íþróttakona og íþróttakarl Skautafélags Akureyrar fyrir árið 2019.

Aldís Kara hefur verið að gera það gott síðastliðin ár og þá sérstaklega 2019 en hún var valin bæði skautakona listhlaupadeildar SA sem og skautakona ársins hjá Skautasambandi Íslands. Hafþór Andri hefur átt gott tímabil í íshokkíinu en hann var valinn íshokkímaður íshokkídeildar SA fyrir 2019. Þau eru bæði tilnefnd til íþróttafólks Akureyrar en kjörið fer fram í Menningarhúsinu Hofi í dag, 15. janúar.

UMMÆLI

Sambíó Sambíó