Aldrei fleiri nýtt frístundastyrk AkureyrarbæjarMynd: Akureyri.is/Ragnar Hólm.

Aldrei fleiri nýtt frístundastyrk Akureyrarbæjar

Nýting á frístundastyrki Akureyrarbæjar hefur aldrei verið eins mikil og í fyrra en hann er notaður til niðurgreiðslu þátttökugjalda í íþrótta- og tómstundastarfi. Um 80% barna og unglinga á aldrinum 6-17 ára nýttu sér styrkinn.

2.615 börn nutu góðs af frístundastyrknum með einum eða öðrum hætti 2019 og var notuð um 95% af upphæðinni sem stóð til boða. Það jafngildir styrk upp á 33.082 krónur að meðaltali á hvern iðkanda. Til samanburðar var meðaltals styrkupphæð 28.857 krónur árið 2018. Akureyrarbær varði í heild tæplega 87 milljónum króna í frístundastyrki í fyrra. Þetta kemur fram í frétt Akureyrarbæjar.

Kynjahlutfallið milli skráninga var hnífjafnt, 50% drengir og 50% stúlkur. Flestar skráningar voru hjá Íþróttafélaginu Þór (21%) og Knattspyrnufélagi Akureyrar (17%). Í fyrra voru hlutfallslega flestar skráningar meðal barna sem eru fædd árin 2010 og 2012. Áberandi fæstar skráningar voru hjá elsta árganginum, 2002.

Frístundastyrkur ársins 2020 nemur 40.000 krónum á hvern iðkanda.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó