Angantýr Máni til æfinga með U18 ára landsliðinu

Angantýr Máni (lengst til vinstri)

Angantýr Máni Gautason, leikmaður KA, hefur verið boðaður til úrtaksæfinga með U18 ára landsliðshópi Íslands. Þjálfari U18 ára landsliðs Íslands er einmitt fyrverandi leikmaður og þjálfari KA, Þorvaldur Örlygsson.

Angantýr var lykilmaður í 2.flokks liði KA sem lenti í 2.sæti B-deildar íslandsmótsins síðasta sumar og komst því upp í A-deild.

Æfingarnar, sem verða þrjár, munu fara fram helgina 1. til 3. desember næstkomandi á höfðborgarsvæðinu.

UMMÆLI