Anton Orri tekur þátt í Special Olympics 2023Mynd: VMA.is

Anton Orri tekur þátt í Special Olympics 2023

Anton Orri Hjaltalín, nemandi í VMA, mun taka þátt í Special Olympics í Berlín í Þýskalandi sumar þar sem hann keppir í golfi. Anton fékk styrk úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA fyrir þátttöku sinni.

„Þessi mikla íþróttahátíð verður haldin dagana 17. til 25. júní og þarf ekki að efa að þetta verður mikil upplifun fyrir Anton Orra og alla þá sem taka þátt í leikunum. Anton æfir af kostgæfni og stefnir auðvitað á að vera sem allra best undirbúinn fyrir leikana. Auk golfsins hefur hann lengi spilað boccia og tekið þátt í fjölda bocciamóta,“ segir í tilkynningu á vef VMA

Hér má sjá hverjir fengu styrki úr Menningar- og viðurkenningasjóði KEA að þessu sinni.

Sambíó

UMMÆLI