Aron Einar og Birkir með í Króatíu

aron-gunnarsson-capitan-figura-islandia_lrzima20160629_0044_11Heimir Hallgrímsson, landsliðsþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, tilkynnti í dag landsliðshópinn fyrir leiki gegn Króatíu og Möltu. Leikurinn gegn Króatíu er í undankeppni HM og fer fram 12.nóvember næstkomandi en svo mætir liðið Möltu í vináttuleik þrem dögum síðar.

Tveir Akureyringar eru í hópi Heimis að þessu sinni en það eru þeir Aron Einar Gunnarsson og Birkir Bjarnason sem báðir hafa verið fastamenn í byrjunarliði Íslands undanfarin ár.

Aðrir Akureyringar sem hafa verið viðloðandi landsliðið á undanförnum árum eru Haukur Heiðar Hauksson og Hallgrímur Jónasson en þeir fá ekki kallið að þessu sinni.

Heimir gaf ástæðu fyrir fjarveru Hauks Heiðars en hún er sú að hann hefur verið að glíma við meiðsli og er á leið í aðgerð þegar tímabilinu í Svíþjóð lýkur.

Hópurinn í heild sinni

Markmenn: Hannes Þór Halldórsson (Randers) Ögmundur Kristinsson (Hammarby) Ingvar Jónsson (Sandefjord)

Varnarmenn: Birkir Már Sævarsson (Hammarby) Ragnar Sigurðsson (Fulham) Kári Árnason (Malmö) Ari Freyr Skúlason (Lokeren) Sverrir Ingi Ingason (Lokeren) Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City) Hólmar Örn Eyjólfsson (Rosenborg)

Miðjumenn: Aron Einar Gunnarsson (Cardiff) Emil Hallfreðsson (Udinese) Birkir Bjarnason (Basel) Jóhann Berg Guðmundsson (Burnley) Gylfi Þór Sigurðsson (Swansea) Theodór Elmar Bjarnason (AGF) Ólafur Ingi Skúlason (Karabukspor) Rúnar Már Sigurjónsson (Grasshoppers) Arnór Ingvi Traustason (Rapid Vín)

Sóknarmenn: Jón Daði Böðvarsson (Wolverhampton Wanderers) Viðar Örn Kjartansson (Maccabi Tel Aviv) Elías Már Ómarsson (Gautaborg) Björn Bergmann Sigurðarson (Molde)

Sjá einnig

Aron Einar í nærmynd – Atli og Palli gerðu mig að þeim íþróttamanni sem ég er

Birkir Bjarnason í nærmynd – Man Utd í uppáhaldi

Haukur Heiðar Hauksson í nærmynd – Myndi aldrei spila með Þór

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó