Píeta

Ásgeir valinn í U21 landsliðið

Ásgeir Sigurgeirsson til hægri. Mynd: Sævar Sig.

Ásgeir Sigurgeirsson, leikmaður KA, hefur verið valinn í U21 landsliðið. Eyjólfur Sverrisson landsliðsþjálfari, valdi hann í hópinn sem mætir Albaníu 4. september næstkomandi á Víkingsvelli.

Um er að ræða fyrsta leik Íslands í undankeppninni fyrir Evrópumót U21 landsliða en lokakeppnin fer fram á Ítalíu sumarið 2019.
Ásgeir hefur leikið 17 leiki fyrir KA í Pepsi deildinni í sumar og skorað í þeim leikjum 5 mörk ásamt því að gefa 6 stoðsendingar.

UMMÆLI

Sambíó