Baldur Vilhelmsson sigraði á WRT í Livigno

Í dag fór fram World Rookie Tour mót í Livigno á Ítalíu. Mótaröðin er ein sú stærsta fyrir keppendur á snjóbretti 18 ára og yngri í heiminum og þykir þetta tiltekna mót í Livigno vera það sterkasta innan mótaraðarinnar.

Nokkrir íslenskir keppendur tóku þátt og gerði Akureyringurinn Baldur Vilhelmsson sér lítið fyrir og sigraði elsta flokkinn á mótinu þrátt fyrir að vera á yngsta ári í flokknum. Benedikt Friðbjörnsson lenti í 9. sæti í flokki þeirra sem eru fæddir árið 2003 eða seinna.

Strákar (2003 og yngra)
9.sæti – Benedikt Friðbjörnsson

Strákar (2000-2002)
1.sæti – Baldur Vilhelmsson

 


UMMÆLI