The Color Run verður aftur haldið á Akureyri

Á þriðja þúsund manns tóku þátt í Color Run á Akureyri í júlí síðastliðinn.

The Color Run hefur slegið rækilega í gegn hérlendis en það var í fyrsta skiptið haldið á Akureyri síðastliðið sumar. Vel á þriðja þúsund manns skemmtu sér vel í þessu fimm kílómetra langa skemmtihlaupi en bærinn varð vel litríkur þegar sjá mátti fólk í öllum regnbogans litum út um allan bæ. Hlaupið hófst og endaði á svæðinu við hliðina á Akureyrarvelli þar sem mikil skemmtidagskrá fór fram fyrir og eftir hlaup.

Óvíst var hvort að hlaupið yrði haldið aftur á Akureyri að ári en nú hefur það verið staðfest að svo verður. Því ættu litríkir hlauparar að taka strax frá laugardaginn 7. júlí 2018 þegar hlaupið verður haldið aftur á Akureyri.
Miðasala er þegar hafin en hægt er að nálgast hana og frekari upplýsingar á facebook-síðu viðburðarins hér. 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó