Dæmd í fangelsi fyrir að húðflúra börn undir lögaldri í heimahúsi

Dæmd í fangelsi fyrir að húðflúra börn undir lögaldri í heimahúsi

Kona var dæmd í þrjátíu daga fangelsi í Héraðsdómi Norðurlands eystra 26. nóvember fyrir að hafa húðflúrað þrjár stúlkur í heimahúsi á Akureyri í desember á síðasta ári. Tvær þeirra voru ólögráða.
Konan var ekki með tilskilin leyfi frá Landlækni fyrir starfseminni né leyfi frá forráðamönnum stúlknanna. Dómurinn telur að konan hafi gerst brotleg við barnaverndarlög og mengunarvarnir og reglugerð um hollustuhætti. Í dómnum segir að konan hafi með þessu stefnt heilsu stúlkanna í alvarlega hættu. Húðflúrnartæki og litir til húðflúrunar voru gerð upptæk af heimili konunnar.

Konan sótti ekki þing þrátt fyrir að hafa verið birt fyrirkall, en hún játaði verknaðinn við skýrslutöku. Hún hefur áður hlotið dóma fyrir þjófnaði, umferðarlagabrot og brot gegn lögum um ávana- og fíkniefni og var nú síðast dæmd til að sæta fangelsi í þrjá mánuði, þann 10. september 2018.

UMMÆLI


Goblin.is