Davíð Rúnar ráðinn markaðsstjóri Glerártorgs

Davíð Rúnar ráðinn markaðsstjóri Glerártorgs

Eik rekstrarfélag hefur ráðið Davíð Rúnar Gunnarsson sem nýjan markaðsstjóra verslunarmiðstöðvarinnar Glerártorgs á Akureyri.

Davíð Rúnar hefur hingað til rekið Viðburðastofu Norðurlands til nokkurra ára og hefur verið mjög áberandi í markaðsstarfi ásamt því að stjórna fjölda viðburða.

Á Glerártorg koma árlega yfir 1,5 milljónir viðskiptavina árlega og er Glerártorg stærsta verslunarmiðstöð utan höfuðborgarsvæðisins. Verslunarmiðstöðin er með yfir 36 verslanir, veitingastaði, læknastofur, tannlækna og blóðbanka. Hingað til hafa markaðsstjórar Glerártorgs allir verið búsettir á höfuðborgarsvæðinu þannig að þetta er nokkur breyting að fá starfið heim.

Sambíó

UMMÆLI