Eik slítur samstarfi við rekstrarstjóra nýrrar mathallar á Glerártorgi

Eik slítur samstarfi við rekstrarstjóra nýrrar mathallar á Glerártorgi

Samstarfi við rekstrarstjóra nýrrar mathallar á Glerártorgi hefur verið hætt eftir að fregnir bárust af stórfelldum skattalagabrotum hans. Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. Frá þessu var greint á RÚV í gær.

Forsvarsmenn Eikar fasteignafélags segja ákvörðunina tekna í góðri samvinnu við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson ræddi við Vísi.is um málið í gær þar sem hann segir að hann hafi verið inni í verkefninu frá upphafi þannig að þetta sé ekkert nýtt fyrir hann.

„Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar,“ segir Sturla við Vísi. Fjallað er nánar um málið á RÚV og Vísi.

Sambíó

UMMÆLI