Eiríkur: Iðkendur óskuðu eftir samstarfsslitum

Samstarfið á enda

Samstarfið senn á enda

Eins og fjallað hefur verið um á Kaffinu að undanförnu hefur KA tekið ákvörðun um að slíta samstarfi sínu við Þór um rekstur sameiginlegra kvennaliða félaganna í fótbolta og handbolta.

Kom ákvörðunin mörgum í opna skjöldu, þá sérstaklega leikmönnum Þórs/KA sem hafa lýst yfir vanþóknun sinni á ákvörðuninni, bæði í viðtölum við fjölmiðla og á samskiptamiðlum.

Sjá einnig: Fyrirliði Þórs/KA gáttuð, sár og bandbrjáluð

Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, segir í samtali við Vísi í dag að með þessu sé KA að svara óskum iðkenda og foreldra.

Eiríkur S. Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA. Mynd af heimasíðu KA.

Eiríkur S. Jóhannsson. Mynd af heimasíðu KA.

,,Þetta hefur legið í loftinu í þónokkuð langan tíma. Það hafa til að mynda komið fram óskir af hálfu iðkenda og foreldra að KA verði með sitt eigið kvennalið í knattspyrnu,“ segir Eiríkur.

,,Það er til dæmis mikið brottfall hjá stúlkum sem ganga upp úr þriðja flokki upp í annan [sem keppir undir merkjum Þórs/KA] og það er meðal annars rakið til þess að það er erfitt að fara á milli. Við erum líka að sinna þeim hópi með því að taka þessa ákvörðun.“

Leikmenn Þór/KA fréttu af ákvörðun KA í gegnum fjölmiðla í gærkvöldi en Eiríkur telur að ekki hafi verið illa komið fram við leikmenn.

,,Nei, það tel ég ekki. En ég ítreka að þetta var ekki létt ákvörðun. Fyrir suma kom þetta á óvart, aðra ekki,“ segir Eiríkur við Vísi.

Góður árangur segir ekki alla söguna

Þór/KA hefur verið í fremstu röð í íslenskri kvennaknattspyrnu undanfarin ár og er til að mynda eina lið landsins í kvennaboltanum sem hefur endað í einhverju af efstu fjórum sætum úrvalsdeildar á hverju einasta tímabili síðan árið 2008.

Eiríkur óttast ekki að ákvörðun KA verði til þess að árangurinn muni láta á sér standa til lengri tíma litið.

,,Til skamms tíma getur verið að það verði þannig. En KA er orðið það stórt félag að við teljum að við getum sinnt þessu mjög vel. Ég geri mér grein fyrir því að árangur sameinaðs liðs hefur verið mjög góður. En það segir ekki alla söguna.“ segir Eiríkur.

Viðtalið við Eirík í heild sinni má lesa með því að smella hér.

Sjá einnig

Samstarfi Þórs og KA í kvennaboltanum slitið

„Ef að KA mönnum finnst ekkert að því að nota afrekssjóð til eigin nota þá kemur þetta mér ekki á óvart“

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó