Eitt ár síðan bókunarvél Niceair fór í loftið

Eitt ár síðan bókunarvél Niceair fór í loftið

Norðlenska flugfélagið Niceair hóf sölu á flugum beint frá Akureyri til Evrópu fyrir ári síðan. Flugfélagið hefur flogið til Kaupmannahafnar, Tenerife, Edinborgar og Berlínar á árinu sem hefur liðið og mun hefja flug til Alicante 11. apríl næstkomandi.

„Fyrir ári síðan skáluðum við fyrir stórum áfanga. Bókunarvélin fór í loftið og ferðaþyrstir einstaklingar gátu loksins bókað sér flug út í heim beint frá Akureyri. Við vorum þó öll í sitthvoru horninu þar sem covid setti strik í reikninginn. Þrír af sjö voru í einangrun en sem betur fer gekk allt upp og allir fengu neikvætt próf á endanum – samt mikil jákvæðni í hópnum. Það eru aðeins bjartir tímar framundan. Sumarið er að nálgast, ferðum að fjölga og mikið framundan,“ segir á Facebook síðu Niceair í tilefni afmælisins.

Flugfélagið býður upp á tilboð til Tenerife og Alicante í tilefni áfangans.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó