Elko opnar verslun á Akureyri

Elko opnar verslun á Akureyri

Raf­tækja­versl­un­in ELKO stefn­ir að opn­un á um 1.000 fer­metra stórri versl­un á Ak­ur­eyri á næst­unni. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu til fjöl­miðla.
Eins og greint var frá í mars stefndi Elko á opnun í sumar eða haust og nú virðist komið að þessu. Fyr­ir­hugað er að versl­un ELKO muni opna að Tryggvabraut 18 en í dag er N1 með versl­un sína þar. Áætlað er að 12-15 störf skap­ist við opn­un versl­un­ar­inn­ar en nú þegar hef­ur verið aug­lýst eft­ir versl­un­ar­stjóra.

Í til­kynn­ingu seg­ir að starfs­mönn­um ELKO hlakki til að þjón­usta íbúa Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar og ná­grenn­is. Veg­leg­um opn­un­ar­til­boðum er lofað við opn­un versl­un­ar­inn­ar, þó inn­an marka þeirra sótt­varn­ar­reglna sem þá verða í gildi.


UMMÆLI

Sambíó