Eygló Hilmarsdóttir leikur í And Björk, of cource

Eygló Hilmarsdóttir leikur í And Björk, of cource

Leikkonan Eygló Hilmarsdóttir leikur í verkinu And Björk, of course sem Leikfélag Akureyrar frumsýnir í febrúar 2024. Eygló er líklega þekktust sem handritshöfundur og leikkona með sketsahópnum KANARÍ en hún hefur líka tekið þátt í fjölbreyttum verkefnum í leikhúsi, kvikmyndum og sjónvarpi.

Eygló er mikill aðdáandi leikritsins And Björk, of course. „Leikritið hefur dvalið langdvölum á náttborðinu mínu í gegnum tíðina og ég hef flutt mónóloga úr verkinu í hinum ýmsu leikprufum, alltaf með góðum árángri, til dæmis þegar ég komst inn á leikarabraut LHÍ á sínum tíma. Þetta er því algjört draumaverkefni fyrir mig, alls ekki bara vegna þess að verkið er svo gott heldur líka vegna þeirra stórkostlegu leikara og listamanna sem munu koma að uppsetningunni. Ég bara get bókstaflega ekki beðið eftir að byrja að æfa þetta!“

Um þessar mundir leikur hún í sýningunni Sund í Tjarnarbíói. „ Ég var líka að frumsýna gamansýninguna Kvöldstund með Kanarí síðustu helgi, sem er einnig sýnd í Tjarnarbíói. Svo leik ég líka í gamanþáttunum Kennarastofunni sem verða frumsýndir á sjónvarpi símans í vetur.“

And Björk, of course er eftir Akureyringinn Þorvald Þorsteinsson. Aðrir leikarar í verkinu eru Jón Gnarr, Sverrir Þór Sverrisson, Arna Magnea Danks, Davíð Þór Katrínarson, María Pálsdóttir og María Heba Þorkelsdóttir. Leikstjóri er Hríseyingurinn Gréta Kristín Ómarsdóttir.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó