Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði

Fjárfestahátíð Norðanáttar á Siglufirði

Fjárfestahátíð Norðanátta fór fram á Siglufirði þann 20. mars síðastliðinn.Fjárfestahátíð Norðanáttar er vettvangur fyrir frumkvöðla sem leita eftir fjármagni og eru tilbúnir að fá fjárfesta að borðinu. 

Á fjárfestahátíðinni, sem haldin er á Siglufirði, kynna sprota- og vaxtarfyrirtæki verkefni sín sem snerta til dæmis orkuskipti, hringrásarhagkerfið, fullnýtingu auðlinda eða aðrar grænar lausnir fyrir fullum sal fjárfesta. 

Fjárfestahátíð Norðanáttar er lokaður viðburður (e. invite only), en tilgangur hátíðarinnar er að auka fjárfestingatækifæri á landsbyggðinni og tengja frumkvöðla við fjárfesta og aðra lykilaðila í stuðningsumhverfi nýsköpunar á Íslandi. Dagskrá hátíðarinnar samanstendur alla jafna af ráðstefnuhluta, fjárfestakynningum, stefnumóti frumkvöðla og fjárfesta og tengslamyndun í lok dags.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó