Forsetinn heimsótti Aleppo Kebab

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og frú Eliza Reid komu til Akureyrar í dag en þau fara í heimsókn í Norðurþing á morgun og á fimmmtudag. Þar munu forsetahjónin heimsækja skóla, heilbrigðisstofnanir, býli og fyrirtæki.

Forsetahjónin ákváðu að skella sér á Aleppo Kebab í kvöld og var Khattab Almohammad flóttamaður frá Sýrlandi og eigandi Aleppo Kebab gríðarlega ánægður með komu þeirra.

UMMÆLI