Fyrsti samlestur á Gallsteinum afa GissaFyrsti samlestur á fjölskyldusöngleiknum var í dag.

Fyrsti samlestur á Gallsteinum afa Gissa

Fyrsti samlestur á fjölskyldusöngleiknum Gallsteinar afa Gissa fór fram í Samkomuhúsinu í dag, mánudag. Leikritið, sem er byggt á bók Kristínar Helgu Gunnarsdóttur, verður frumsýnt 23. febrúar 2019 í Samkomuhúsinu. „Það er hreint dásamlegt að heimsfrumsýning á Gissa og gallsteinakastinu verði á Norðurlandi og ég held niðri í mér andanum af spenningi! Óska leikarar, töfrandi tónlist og göldróttur leikstjóri. Þetta verður bara algjört kast,“ segir Kristín Helga.

Leikstjóri verksins er Ágústa Skúladóttir en tónlistina semur Þorvaldur Bjarni Þorvalsson. Leikmynd og búningar eru í höndum Þórunnar Maríu Jónsdóttur og lýsing er eftir Lárus Heiðar Sveinsson. Leikgerð og söngtextar eru eftir Karl Ágúst Úlfsson en hann leikur einnig titilhlutverkið, afa Gissa sjálfan. Með önnur hlutverk fara Benedikt Karl Gröndal, Birna Pétursdóttir, Jóhann Axel Ingólfsson, María Pálsdóttir og Margrét Sverrisdóttir en með hlutverk barnanna fara Þórgunnur Una Jónsson, Steingerður Snorradóttir, Örn Heiðar Lárusson og Daníel Freyr Stefánsson.

Bók Kristínar Helgu kom út árið 2002 og fjallar um systkini sem búa á annasömu nútímaheimili og finnst sífellt verið að skipa sér fyrir. Eftir heimsókn til afa Gissa sem liggur á sjúkrahúsi eftir gallsteinaaðgerð tekur lífið óvænta stefnu.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó