Fyrsti sigur Þórsara kom gegn ValMynd: Facebook/Körfuknattleiksdeild Þórs

Fyrsti sigur Þórsara kom gegn Val

Þórsarar tryggðu sér sinn fyrsta sigur í vetur þegar liðið heimsótti Val heim í kvöld. Leiknum lauk með 9 stiga sigri Þórsara 88-79. Sigurinn er sá fyrsti í vetur hjá Þórsurum í Dominos deildinni en liðið tapaði grátlega á svokallaðri flautukörfu í síðasta leik gegn Stjörnunni fyrir rúmri viku síðan.

Hansel Atencia var atkvæðamestur Þórsara í kvöld með 24 stig og næstur á eftir honum var Jamal Palmer með 20 stig.
Hjá Val var Philip B. Alawoya atkvæðamestur með 24 stig og Austin Bracey næstur með 20 stig.

Eftir leikinn í kvöld sitja Þórsarar þó enn á botninum en hafa jafnað Fjölni að stigum með 2 stig. Næsti leikur liðsins er gegn Grindavík 13. desember í Grindavík og næsti heimaleikur er 19. desember þegar KR koma norður.

Sambíó

UMMÆLI