Gamlárshlaup UFA – „Þetta hlaup snýst mest um skemmtun“Mynd tekin í gamlárshlaupinu í fyrra.

Gamlárshlaup UFA – „Þetta hlaup snýst mest um skemmtun“

Hið árlega Gamlárshlaup UFA verður haldið þann 31. des nk. og verður ræsing kl.11 en rás- og endamark er við líkamsræktarstöðina Bjarg og verður hægt að skrá sig á staðnum frá kl.10.
Þetta hlaup snýst mest um skemmtun og er því tilvalið fyrir alla fjölskylduna en hægt er að ganga/hlaupa 5 km án tímatöku. Tímataka er einnig í boði og verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú af hvoru kyni í 5 km og 10 km vegalengdunum fyrir þau kappsömu.

Þátttökugjald er 1000 kr. fyrir börn og 2000 kr. fyrir fullorðna en fjölskylda (foreldrar og börn) borga mest 5000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldinu er heit súpa frá RUB og brauð frá Bakaríinu við brúna ásamt Hleðslu frá MS.
Veitt verða verðlaun fyrir bestu liðsbúningana (2-5 í liði). Möguleikinn á að vinna útdráttarverðlaun er mikill og svo verður hægt að skola af sér svitann og slappa af í heitu pottunum fyrir þau sem vilja.

,,Nú er s.s. til mikils að vinna því eins og allir vita eru stundir með fjölskyldu og/eða vinum, hreyfing og útivist eitthvað sem allir hafa gott af, þið styrkið iðkendur UFA í leiðinni og svo skemmir ekki möguleikinn á góðum vinningum heldur fyrir og því hvet ég ykkur til að mæta tímanlega þennan síðasta dag ársins og skemmta ykkur sjálfum og öllum hinum með góðum búningum (ekki nauðsyn) og góðu skapi,“ segir Fjóla Eiríksdóttir, ein af skipuleggjendum hlaupsins í ár.

Upplýsingar um hlaupaleiðirnar má nálgast hér.
Hægt er að fylgjast með og skrá sig í viðburðinn með því að ýta hér. 

Fyrirtækin sem gefa búninga- og útdráttarverðlaunin eru:

MS
Norðlenska
Húsasmiðjan
Eins og fætur toga
Bláa kannan
Fasteignasala Akureyrar
Sportver
Rakarastofa Akureyrar
Kjarnafæði
Nettó
Lemon

Sérstakar þakkir fá RUB og Bakaríið við brúna fyrir þeirra stuðning.

UMMÆLI