NTC

Hjördís Inga vann söngkeppni MA

Hjördís Inga vann söngkeppni MA

Hjördís Inga Garðarsdóttir vann Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri sem fór fram þriðjudagskvöldið 6. febrúar. Hjördís söng lagið Lose Control.

14 atriði voru skráð til keppni í Söngkeppnina og öllu var til tjaldað og var salurinn hinn glæsilegasti. Nemendur fylltu Kvosina og var stemningin í salnum góð. Kynnar voru þeir Bjartmar Svanlaugsson og Trausti Hrafn Ólafsson og léku þeir á als oddi en söng- og dansatriði þeirra í upphafi var sérstaklega skemmtilegt. Húsband skólans lék undir. Í dómnefnd sátu þau Oddur Bjarni Þorkelsson, Sverrir Páll Erlendsson og Diana Sus. Þetta kemur fram á vef Menntaskólans á Akureyri.

Eftir hörkuspennandi og líflega keppni urðu úrslitin þessi:

1. sæti – Hjördís Inga Garðarsdóttir með lagið Lose Control

2. sæti – Hljómsveitin Skandall með lagið Starlight

3. sæti – Ylfa Marín Kristinsdóttir með lagið At Last

Vinsælasta atriðið var í höndum Iðunnar Ránar Gunnarsdóttur og Arnfríðar Kríu Jóhannsdóttur

„Hjartanlega til hamingju með vel heppnaða kvöldstund, keppendur og þið öll sem að keppninni komuð með einum eða öðrum hætti. Fleiri myndir má finna á Facebook síðu skólans,“ segir í tilkynningu Menntaskólans.

Mynd með frétt: Karl Frímannsson

Sambíó

UMMÆLI