Hlynur Jónsson sér um spurningakeppni í nýju hlaðvarpi

Hlynur Jónsson sér um spurningakeppni í nýju hlaðvarpi

Akureyringurinn Hlynur M. Jónsson, einnig þekktur sem HJ Elite, sér um spurningakeppni í nýju hlaðvarpi frá Podcast Stúdíói Akureyrar. Fyrstu tveir þættirnir eru nú aðgengilegir á Spotify.

„Þættirnir eru stútfullir af tónlist, hljóðbrotum, hlátri og skemmtilegheitum. :ættirnir algjörlega óklipptir sem gerir þetta enn skemmtilegra en þeir byggjast upp á spurningakeppni með svona léttu ívafi þar sem keppendur spreyta sig í mismunandi þrautum og flokkum til að finna svarið við spurningum en aðalmálið er að þættirnir eiga að vera hressir, skemmtilegir og jafnvel smá fræðandi á köflum,“ segir Hlynur.

Í fyrsta þættinum kepptu þeir Trausti Valur og Baldur og spreyttu sig á spurningum úr tónlistar- og kvikmyndaheiminum.

Í öðrum þættinum voru það Aðalsteinn Tryggvason, Pétur Sveinsson og Einar Haukur Hauksson sem fengu að spreyta sig.

UMMÆLI

Sambíó