Húsasmiðjan á Akureyri fær alþjóðleg verðlaun

Húsasmiðjan á Akureyri fær alþjóðleg verðlaun

Versl­un Húsa­smiðjunn­ar á Ak­ur­eyri hef­ur fengið alþjóðlegu hönn­un­ar­verðlaun­in „DBA Design Ef­fecti­veness Aw­ards“ fyr­ir hönn­un, út­lit, sjón­ræna upp­lif­un og nota­gildi. Versl­un­in var hönnuð af breska hönn­un­ar­fyr­ir­tæk­inu M WorldWi­de og eru verðlaun­in mik­il viður­kenn­ing fyr­ir sam­starf Húsa­smiðjunn­ar og M WorldWi­de.

„Það skipt­ir okk­ur miklu máli að viðskipta­vin­um okk­ar líði vel í versl­un­um okk­ar og við hönn­un versl­un­ar­inn­ar á Ak­ur­eyri var ein­mitt horft til þess að upp­setn­ing, út­lit, sjón­ræn áhrif og nota­gildi væri í fyr­ir­rúmi. Við höf­um orðið vör við mikla ánægju viðskipta­vina okk­ar með versl­un­ina og út frá þess­ari stór­glæsi­legu hönn­un get­um við ekki ein­ung­is veitt betri þjón­ustu, held­ur jafn­framt betra úr­val,” seg­ir Krist­ín Dögg Jóns­dótt­ir, rekstr­ar­stjóri versl­un­ar Húsa­smiðjunn­ar á Ak­ur­eyri.

Auka upp­lif­un viðskipta­vina

„Heilt yfir er ekki mik­ill mun­ur á Íslandi og öðrum lönd­um þegar kem­ur að smá­sölu. Ísland er vel þróaður markaður og hér er að finna sömu áskor­an­ir og ann­ars staðar. Mark­miðið með nýrri hönn­un versl­ana Húsa­smiðjunn­ar og Blóma­vals er fyrst og fremst að auka upp­lif­un, nú­tíma­væða út­lit og bæta þjón­ustu við viðskipta­vini.

DBA verðlaun­in eru staðfest­ing á því að við erum á hár­réttri leið með versl­an­ir okk­ar á Ak­ur­eyri, Sel­fossi og að ógleymdri nýrri og end­ur­bættri Blóma­vals­versl­un í Skútu­vogi í Reykja­vík. Mót­tök­ur viðskipta­vina hafa svo úr­slita­áhrif og satt best að segja hafa viðtök­urn­ar farið langt fram úr vænt­ing­um,” seg­ir Magnús Magnús­son, markaðsstjóri Húsa­smiðjunn­ar.

Nokk­urs kon­ar Óskar­sverðlaun

DBA Design Ef­fecti­veness Aw­ards má líkja við Óskar­sverðlaun kvik­mynda­heims­ins og þykir það mik­il upp­hefð að hljóta þau. Dæmt er út frá fjölda mis­mun­andi þátta og er ekki ein­ung­is horft út frá teikn­ing­um og mynd­um, held­ur einnig raun­veru­legu nota­gildi og út­liti.

Verðlaun­in hafa verið af­hent ár­lega frá því árið 1989. Starfs­fólk versl­un­ar Húsa­smiðjunn­ar á Ak­ur­eyri fagnaði mót­töku verðlaun­anna í gær og var af því til­efni sett upp kynn­ing á þeim við inn­gang henn­ar.  Ný versl­un Húsa­smiðjunn­ar á Sel­fossi bygg­ir ein­mitt á sömu hönn­un og því óhætt að segja að það sé verðlauna­versl­un að auki.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó