ILVA opnar á Akureyri

ILVA opnar á Akureyri

Húsgagna- og smávöruverslunin ILVA opnar á Akureyri í sumar. Verslunin verður staðsett í nýjum verslunarkjarna við Austursíðu, í gamla Sjafnarhúsinu.

ILVA leitar nú að starfsfólki og verslunarstjóra fyrir verslunina á Akureyri en hægt er að kynna sér störfin nánar með því að smella hér.

Norðurtorg ehf. stendur að opnun nýja verslunarkjarnans í Austursíðu en þegar hefur verið tilkynnt að Rúmfatalagerinn verði með verslun þar.

ILVA opnaði fyrst á Íslandi árið 2008. Verslunin á rætur sínar að rekja til Danmerkur þar sem fyrsta verslun ILVA var stofnuð árið 1974.

UMMÆLI