Gæludýr.is

Jólahlaðborðin á Norðurlandi – Hvað er í boði?

Jólahátíðin er sá tími er við gleðjumst saman og njótum þess að gera vel við okkur í mat og drykk. Jólahlaðborð og jólamatseðlar sem veitingastaðir norðursins bjóða upp á hafa um árabil verið ómissandi hluti af jólaundirbúningnum. Á hlaðborðunum finnur þú allar þær hátíðarkræsingar sem eru ómissandi yfir jólahátíðina. Við hjá Kaffinu höfum tekið saman þau jólahlaðborð og matseðla sem eru í boði. Njóttu kvöldsins með samstarfsfólki, vinahópi eða fjölskyldu í hlýlegu umhverfi.

 

Hótel Kea hefur um árabil boðið upp á glæsilegt jólahlaðborð en í ár er það ekki að síðari endanum. Jólahlaðborðið er tilvalið fyrir fjölskyldur, vinahópa eða fyrirtæki til þess að gera sér glaða stund og njóta aðdraganda jólanna.
Jólahlaðborðið er í boði alla föstudaga og laugardaga frá og með 17.nóvember til 16.desember og aðrar dagsetningar í boði fyrir stærri hópa.

Jólahlaðborðið er að vanda þrírétta. Girnilegir réttir eins og síld af ýmsum toga, grafinn lax, hangikjöt, lambalæri, Ris a la mande, súkkulaðikaka og smákökur er bara örlítið brot af því sem kemur til með að prýða veisluborðið.”

Fyrir matseðil og verð: https://www.keahotels.is/is/hotelin/mulaberg/jolahladbord

Aurora restaurant á Icelandair Hotels er ný og glæsileg viðbót við matarmenninguna á Akureyri 
en staðurinn tengir saman öll rými hótelsins og er hann einkar þægilegur og notarlegur.
Hlaðborðið er alla föstudaga og laugardaga frá 17. nóvember til 9. desember. Boðið verður upp á jólabrunch í hádeginu helgina 16.-17.desember jog munu ólasveinar koma í heimsókn og heilsa upp á gesti.

Misstu ekki af vinsæla jólahlaðborðinu og jólabrönsinum á Aurora Restaurant. Nú er rétti tíminn til að tryggja sér borð.”

Fyrir matseðil og verð: http://www.aurorarestaurant.is/jolabod-2017/

 

Rauðka og Sigló Hótel býður upp á jólahlaðborð í ár á veitingastaðnum Sunna.Vetingarstaðurinn er beint yfir smábátahöfnina og löndunarbryggjuna þar sem gestir geta fylgst með dásamlegu útsýni. Hlaðborðið á Sigló Hótel hentar vel fyrir pör og litla vinahópa (4-6 manns) sem vilja njóta stundar í notalegu og afslappandi umhverfi.
Jólahlaðborð Rauðku verða alla föstudaga og laugardaga frá 17.nóvember til 16.desember en laugardagana 25.nóvember og 2.desember verða sérstök jólahlaðborð þar sem ljúf og lifandi tónlist verður flutt af heimamönnum.

“Njóttu stundar á Siglufirði og skemmtu þér í góðum hóp á Jólahlaðborðum Rauðku og Sigló Hótel 2017.”

Fyrir matseðil og verð: http://www.siglohotel.is/is/veitingar/jolahladbord

 

1862 Nordic Bistro, veitingastaður og kaffihús, miðstöð mannlífs í Menningarhúsinu Hofi býður upp á jólahlaðborð á frábærri staðsetningu við sjóinn sem gefur eitt besta útsýnið í bænum inn Eyjafjörðinn. Jólahlaðborðið er frá og með 24. nóvember, allar helgar fram að jólum.

Einnig munu þeir bjóða upp á jólabrunch alla sunnudaga frá 26. nóvember og til jóla. 
Þegar viðburðir eru í húsinu er tilvalið að njóta kvöldverðar á 1862 fyrir viðburð, en alla daga frá 18. nóvember býður staðurinn upp 
á jólasmárétti sem er tilvalið til þess.

Fyrir matseðil og verð: https://1862.is/jolaveisla/

 

Rub23 er fyrst og fremst sjávarréttaveitingastaður með fjölbreytt úrval fisktegunda og mikið úrval af sushi-réttum í bland við kjötrétti, en veitingastaðurinn hefur síðustu ár boðið upp á jólamatseðil sem staðist hefur vel undir væntingum. Rub23 býður upp á notalega kvöldstund fyrir bæði pör og vinahópa í fallegu umhverfi í hjarta Akureyrar.
Jólamatseðillinn er í boði allar helgar frá og með 24.nóvember til jóla.
Matseðill og nánari upplýsingar í síma: 4622223

Nanna Seafood Restaurant er staðsettur á efri palli í Menningarhúsinu Hofi. Staðurinn sérhæfir sig í sjávarfangi en býður upp á jóla og villibráðaveislu í ár.Staðurinn býður upp á stórbrotið útsýni og notarlega kvöldstemmingu fyrir þá
sem vilja gera sér glaða stund og njóta aðdraganda jólanna til hins betra.
Jólamatseðillinn er í boði frá 18.nóvember allar helgar til jóla.
Matseðill og verð: https://nannarestaurant.is/

Bryggjan er veitingastaður fyrir alla fjölskylduna þar sem boðið er upp á fjölbreyttan mat og drykk. Staðurinn er til húsa í Strandgötu á eyrinni á Akureyri, með fallegt útsýni yfir höfnina. En í ár bjóða þau upp á fjölskyldujólahlaðborð þar sem jólaveinar mæta á svæðið og halda uppi fjörinu. Einstök jólasamvera með fjölskyldunni í notarlegu umhverfi. Jólahlaðborðin verða haldinsunnudagana 3. og 10.desember. Láttu þetta ekki fram hjá þér og fjölsfara.
Matseðill og verð í síma: 4406600

UMMÆLI

Sambíó