KA deildarmeistarar í blaki

KA deildarmeistarar í blaki

KA fengu Aftureldingu í heimsókn í gær í síðasta heimaleik liðsins í Mizuno deildinni.

KA sigruðu leikinn örugglega 3-0 og gulltryggðu deildarmeistara titilinn þar með.

Það var reyndar ljóst 30. janúar að KA yrðu deildarmeistarar eftir tap HK gegn Aftureldingu en þá varð ljóst að HK myndi ekki ná þeim að stigum.

Titillinn er sjöundi deildarmeistaratitill KA en liðið vann einnig í fyrra.

KA á enn eftir 2 leiki í Mizunodeildinni en næsti leikur KA er þann 24. febrúar þegar KA mætir 1.deildar liði Hamars í Kjörísbikar karla en sá leikur fer fram í Hveragerði.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó