KA menn spila í varabúningum ÍBV í dag

KA mætir ÍBV í lokaleik Pepsideildarinnar í sumar í Vestmannaeyjum í dag. KA menn geta með sigri endað í 4. sæti deildarinnar sem yrði frábær árangur hjá nýliðunum.

KA stillir upp sterku liði í leiknum en athygli vekur að markmaðurinn ungi Aron Dagur Birnuson byrjar í markinu hjá KA.

KA menn urðu fyrir því óláni að það gleymdist að taka töskuna sem búningar þeirra eru vanalega geymdir í með til Vestmannaeyja. Brugðið var á það ráð að þeir myndu spila í varabúningum ÍBV.

Leikurinn hefst núna klukkan 14:00 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

UMMÆLI