KA sigraði Gróttu – Þór og ÍBV skildu jöfnmynd: Þórir Tr.

KA sigraði Gróttu – Þór og ÍBV skildu jöfn

KA tóku á móti Gróttu í Pepsi Max deildinni í fyrsta leik Arnars Grétarssonar með KA. Leiknum lauk með 1-0 sigri en markið skoraði Steinþór Freyr Þorsteinsson á lokamínútu leiksins. Fyrsti sigur KA-manna í deildinni í sumar og liðið komið með 6 stig eftir 6 leiki og sitja í 9. sæti eftir leikinn í dag.

Í Þorpinu tóku Þórsarar á móti toppliði Lengjudeildarinnar, ÍBV. Leiknum lauk 1-1 og mörkin skoruðu Bjarni Ólafur Eiríksson og Alvaro Montejo Calleja úr víti. Þórsarar sitja í 5. sæti deildarinnar með 10 stig eftir 6 leiki.

VAMOS AEY

UMMÆLI