Keypti auglýsingar á Akureyri til að koma börnunum út

Keypti auglýsingar á Akureyri til að koma börnunum út

Auglýsing Karls Brynjólfssonar hefur vakið athygli á Akureyri um helgina. Karl keypti stórt auglýsingaskilti í miðbæ Akureyrar og auglýsti á auglýsingaskiltinu við Glerártorg að börn hans Edda Mjöll og Kristó Karls væru á lausu.

Edda Mjöll og Kristó eru í helgarferð á Akureyri og Karl ákvað að stríða þeim aðeins.

„Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út… kveðja pabbi,“ segir á auglýsingunum.

„Ég er bara að reyna að koma börnunum mínum út. Þau eru 22 og 26 ára og þetta gengur ekkert. Þetta er búið að vera afar slakt hjá þeim báðum og þau búa enn heima hjá mömmu og pabba og ég er bara að reyna að koma þeim út.“ sagði Karl í samtali við fréttastofu Vísis í dag.

Edda Mjöll segir í samtali við Vísi að henni hafi brugðið þegar hún sá auglýsinguna en svo hafi henni bara fundist athæfið fyndið. Hún segir að hún hafi fengið nokkur skilaboð og fylgjendur á Instagram í dag. Viðbrögð Eddu við auglýsingunum má sjá á Instagram síðu hennar með því að smella hér.

UMMÆLI