beint flug til Færeyja

Kjarnafæðimótið hefst á morgun

Kjarnafæðimótið hefst á morgun

Á morgun, föstudaginn 9. desember, hefst Kjarnafæðimótið í fótbolta. Mótið hefur verið haldið árlega á Norðurlandi síðan árið 2004, þó undir mismunandi nöfnum.

Í ár eru 13 karlalið og 5 kvennalið skráð til leiks og má búast við harðri keppni. Fyrsti leikur mótsins er á milli KA og Þór 2 og hefst leikurinn kl 19.00 í Boganum 9.desember.

KDN, Knattspyrnudómarafélag Norðurlands, sér um utanumhald á mótinu og er Kjarnafæði Norðlenska hf. styrktaraðili mótsins líkt og undanfarin ár.

Mótið er gríðarlega stór þáttur í undirbúningi fyrir knattspyrnulið á Norður- og Austurlandi og ekki síður fyrir dómara sem eru að hefja undirbúning fyrir mikinn fjölda leikja á komandi sumri.

Nánar má lesa um fyrirkomulag mótsins hér.

UMMÆLI