Kurdo pizza opnar á morgun við Ráðhústorg

Kurdo pizza opnar á morgun við Ráðhústorg

Flestir Akureyringar eru farnir að kannast við Kurdo Kebab skyndibitastaðinn sem notið hefur mikilla vinsælda síðan hann opnaði í október á síðasta ári. Nú opna sömu aðilar annan skyndibitastað undir nafninu Kurdo Pizza, staðurinn verður staðsettur við Ráðhústorg þar sem Hlöllabátar voru áður til húsa, nýi staðurinn mun selja pítsur eins og nafnið á staðnum gefur til kynna. Á opnunardaginn á morgun munu allar pítsur á matseðli kosta 990 kr.
Rahim Rostami er maðurinn á bak við staðina en hann er íranskur Kúrdi og hefur búið hér á landi í rúm tvö ár.

UMMÆLI

Sambíó