Kvennaathvarfið leitar eftir konum til starfa í athvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið leitar eftir konum til starfa í athvarfið á Akureyri

Kvennaathvarfið á Íslandi er um þessar mundir að vinna í því að efla starfsemina á Akureyri og auglýsir eftir starfskonum.

Kvennaathvarfið tekur á móti konum og börnum þeirra sem flýja þurfa heimili sín sökum ofbeldis. Athvarfið er rekið eins og lítið heimili þar sem konur og börn dvelja í mislangan tíma.

Hlutverk starfskvenna er fjölbreytt, en fyrst og fremst snýr starfið að því að sinna þjónust við dvalarkonur. Í því felst meðal annars að taka á móti konum og börnum til dvalar og veita þeim stuðning og aðstoð á meðan dvöl stendur. Einnig felur starfið meðal annars í sér að sinna heimilisstörfum og símavörslu.

Við leitum að sveigjanlegum, fordómalausum, hlýlegum og skipulögðum konum í þessi mikilvægu störf. Menntun og/eða reynsla tengd þessum málaflokki er mikill kostur.Um er að ræða vaktavinnu með mismiklu starfshlutfalli,“ segir í tilkynningu Kvennaathvarfsins.

Umsóknir og frekari fyrirspurnir má senda á netfangið linda@kvennaathvarf.is. Umsóknarfrestur er 9. október.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó