BARR

Leik Akureyar og Mílunnar frestað

Leik Mílunnar og Akureyrar í Grill 66 deild karla sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað til morguns. Frestunin kemur til vegna ófærðar að sökum óveðursins sem gekk yfir landið í gærkvöld og nótt.

Leikurinn mun fara fram á morgun klukkan 17:00 á Selfossi.

Akureyri er í 2. sæti Grill 66 deildar karla með 19 stig eftir 11 leiki, einungis stigi á eftir nágrönnum sínum í KA sem eru á toppnum með 20 stig.

UMMÆLI