Prenthaus

Leikfélag Akureyrar leitar að Roxy

Leikfélag Akureyrar leitar að Roxy

Leikfélag Akureyrar frumsýnir söngleikinn CHICAGO í Samkomuhúsinu í janúar 2023. Nú stendur yfir leit að leikkonum 25-35 ára í hlutverk Roxy. Áhugasamir geta skráð sig í prufur á mak.is.

Einnig stendur yfir leit af dönsurum fyrir sýninguna sem eru 20 ára og eldri.

Chicago eftir John Kander, Fred Ebb og Bob Fosse er einn þekktasti og vinsælasti söngleikur allra tíma. Hann var frumsýndur á Broadway árið 1975 og endurgerður árið 1996 en sú uppfærsla hefur gengið fyrir fullu húsi síðan.

Meðal þekktra laga úr Chicago eru; All that jazz, Funny honey, Mr Cellophane og fleiri.

Söngleikurinn gerist á 3 áratug liðinnar aldar í hinni iðandi og spilltu Chicagoborg og fjallar um siðlausu glæpakvendin Velmu Kelly og Roxy Hart. Þær eiga sér þann draum heitastan að verða frægar og til að ná athygli fjölmiðla svífast þær einskis. Beittur, fyndinn og seiðandi söngleikur í frábærri þýðingu Gísla Rúnars Jónssonar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó