Lögreglan heldur áfram að fylgjast með að sóttvarnarreglum sé framfylgt

Lögreglan heldur áfram að fylgjast með að sóttvarnarreglum sé framfylgt

Lögreglan á Norðurlandi eystra mun halda áfram að fylgjast með að sóttvarnarreglum sé framfylgt á stöðum sem almenningur hefur aðgang að. Hvetur lögreglan staði sem taka á móti fólki til að hafa merkingar í lagi, að spritt sé aðgegnilegt, nota grímur þar sem það þarf og virða 2 metra regluna og 100 manna takmörkin. Lögreglan mun halda áfram að heimsækja veitingahús og aðra staði þar sem fólk kemur saman.

Mega sekta grímulausa um 100.000 kr.
Með nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara, sem tóku gildi á föstudag, hefur lögreglan heimild til að sekta fyrir margvísleg brot á tveggja metra reglunni og reglum um grímunotkun. Embætti ríkissaksóknara segist jafnframt leggja áherslu á það lögreglan meti hvert tilvik fyrir sig og og ákvarði sektarfjárhæð með hliðsjón af alvarleika brot. Ekki er þó almenn grímuskylda í landinu. Við aðstæður þar sem ekki er hægt að hafa tveggja metra fjarlægð á hins vegar að nota hlífðargrímu sem hylur munn og nef, t.d. í áætlunarflugi, ferjum, almenningssamgöngum og í þjónustu við einstaklinga sem krefst návígis og þar sem ekki er mögulegt að halda 2 metra reglunni. Nánar hér á vef Landlæknis.

Sambíó

UMMÆLI