Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann

Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann

Nemandi á unglingastigi í Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi af sér ógnandi hegðun gagnvart kennara.

Í tilkynningu frá skólastjóra Lundarskóla til foreldra segir að öllu jafna sé um ljúfan einstakling að ræða en í þessu tilviki hafi starfsfólk haft áhyggjur af hegðun hans og kallað til lögreglu sem tók að sér málið ásamt barnavernd.

Einstaklingurinn sem um ræðir er ekki í skólanum þessa stundina og málið er komið í viðeigandi ferli. Málið er litið alvarlegum augum og skólayfirvöld munu ekki tjá sig opinberlega.

Uppfært: Vopnið var ekki þrívíddarprentað

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó