Vopnið var ekki þrívíddarprentað

Vopnið var ekki þrívíddarprentað

Vopn sem nemandi í Lundarskóla á Akureyri mætti með í skólann fyrir helgi var ekki þrívíddarprentað. Kári Erlingsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra hefur staðfest þetta í samtali við mbl.is.

Samkvæmt heimildum mbl.is var vopnið úr tré en óljóst er hve miklum skaða það hefði getað valdið.

Sjá einnig: Mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann

Nemandi á unglingastigi í Lundarskóla á Akureyri mætti með heimatilbúið skotvopn í skólann fyrir helgi og sýndi af sér ógnandi hegðun gagnvart kennara.

For­eldr­ar nemenda í skólanum hafa ekki áhyggj­ur af mál­inu þar sem það er í far­vegi. Þetta segir Vilborg Hjörný Ívarsdóttir, formaður foreldrafélags Lundarskóla í samtali við mbl.is. Um hafi verið að ræða ein­stakt til­felli og að eng­in raun­veru­leg hætta hafi stafað af nem­and­an­um.


UMMÆLI

Sambíó