Markaveisla hjá Akureyri

Arnþór Gylfi Finnsson

Akureyri tók á móti Hvíta Riddaranum í Grill66 deild karla í handbolta í gærkvöldi. Fyrir leikinn voru Akureyringar með 12 stig í 3. sæti deildarinnar en Hvíti Riddarinn á botninum með 0 stig.

Leikurinn varð aldrei spennandi en Akureyringar völtuðu yfir Hvíta Riddarann frá byrjun. Í hálfleik var staðan 23-11 Akureyri í vil. Akureyringar bættu við eftir hlé og unnu að lokum mjög öruggan 18 marka sigur, 42-24.

Ihor Kopys­hyn­skyi var marka­hæst­ur hjá Akureyri með 8 mörk.

Akureyri fer upp í 2. sæti deildarinnar með sigri með 14 stig tveimur stigum á eftir KA sem sitja á toppi deildarinnar með 16 stig.

 

UMMÆLI