Marta tekur við starfi sérfræðings í sviðslistum hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu

Marta tekur við starfi sérfræðings í sviðslistum hjá menningar- og viðskiptaráðuneytinu

Marta Nordal tilkynnti í gær að hún myndi hætta sem leikhússtjóri hjá Leikfélagi Akureyrar. Hún hættir sem leikhússtjóri í maí næstkomandi en þá tekur hún við starfi sérfræðings í sviðslistum í menningar- og viðskiptaráðuneytinu.

Sjá einnig: Marta Nordal kveður Leikfélag Akureyrar

„Það hefur verið sannkallaður heiður að starfa með Mörtu og við hjá Menningarfélaginu eigum svo sannarlega eftir að sakna hennar því hún er einstakur samstarfsfélagi. Hún skilur eftir sig stóra sigra í leikhúsinu og sá aðili sem tekur við af henni tekur við góðu búi og á góðum tíma,“ segir Eva Hrund framkvæmdastjóri Menningarfélags Akureyrar í tilkynningu á vef mak.is.

Marta hefur starfað sem leikhússtjóri frá árinu 2018 og hefur á þeim tíma staðið fyrir uppsetningum á borð við Kabarett, Vorið vaknar, Chicago og Skugga svein, sem hún leikstýrði sjálf, auk barnaverkanna vinsælu um Benedikt búálf og Litla skrímslið og stóra skrímslið og nú síðast And Björk of course. Leikfélag Akureyrar hefur á hennar stjórnartíma hlotið fjölda tilnefninga og verðlauna til Grímunnar, þar má til að mynda nefna sjö tilnefningarnar sem söngleikirnir Chicago og Kabarett hlutu hvor.

Sambíó

UMMÆLI