Mikil aðsókn á Listasafninu á Akureyri vegna besta verks aldarinnar

Mikil aðsókn á Listasafninu á Akureyri vegna besta verks aldarinnar

Um þessar mundir er verkið Gestirnir eða The Visitors til sýnis á Listasafninu á Akureyri. Verkið er eftir Ragnar Kjartansson og það var valið besta listaverk 21. aldarinnar af The Guardian árið 2019. Hlynur Hallsson, safnstjóri Listasafnsins á Akureyri, segir í samtali við Vísi.is að verkið laði margt fólk að.

„„Það byrjaði strax með að aðsóknin sprakk hjá okkur og svo er gaman því við fáum að sýna þetta verk í svo langan tíma, hálft ár, að fólk er að koma aftur og aftur. Það á bara bæði við um heimafólk hér og líka ferðamenn sem gera sér ferð aftur og koma með vini sína með sér. Það er eitthvað við þetta verk sem sogar mann að sér. Langar til að sjá það aftur og sjá meira af því,“ segir Hlynur á Vísi.is.

Hann segir að mörg hundruð hafi komið til hans og þakkað honum fyrir að hafa fengið að sjá verkið á Listasafninu á Akureyri. „Þetta er eitthvað gæsahúðar móment sem maður fær,“ segir Hlynur. 

Í verkinu má sjá átta mismunandi tónlistarfólk en sjö þeirra koma frá Íslandi. Verkið verður sýnt á listasafninu alveg þar til um miðjan september.

Nánar er fjallað um verkið og sýninguna á vef Vísis.

Á vef Listasafnsins á Akureyri eru svo enn meiri upplýsingar um verkið.

Sambíó

UMMÆLI